Lýsing á írska rauða setternum

Írski rauði setterinn er fyrst og fremst léttbyggður en sterklegur hundur og háfættari en hinn enski mótpartur hans. Útlit hans leiðir hugann fremur að stáli og hvalskíðum (stáli og reyr) en krafti og vöðvum. Feldurinn er síður, liðast ekki né hrekkur, liturinn er ekki einlitur dökkrauður, miklu fremur blanda af rauðum litum, frá djúp-mahónírauðum að kastaníurauðum.

Einhver lýsti litnum eins og lit nýbrotinnar hrossakastaníu, og staðreind er að ögn af hvítu í kastaníunni minnir á hvítu hárin, sem leyfileg eru á bringu, höku, tám og jafvel örmjó blesa á miðju höfði fram á trýni. Núna sér maður þó írska rauða setterinn oftast án nokkurra hvítra hára. Höfuðið er langt og grannt og ferkantað séð ofanfrá. Kjálkarnir eiga að vera jafnlangir, hvorki yfir- né undirbit. Feldur aftan á fótleggjum og á rófu er lengri en annars staðar á hundinum og er kallaður fanir. Rófan á ekki að ná lengra niður en að hækli og er sterkleg við rótina en mjókkar í mjóan brodd aftast. Hundurinn á ekki að bera rófuna yfir hrygglínu. Þó er leyfilegt að hann beri hana svolítið hærra þegar hann er að vinna og stendur á bráð. Rifbein eiga að vera hvelfd, án þess þó að vera tunnulaga. Yfirlína (bak) hundsins á að slúta í jafnri línu frá herðakambi að rófu. Kviðlína á að vera hallandi en þó bein.